Óáreiðanleg Evrópuríki

Fullyrðingar þess efnis að ekki sé hægt að treysta á Bandaríkin í varnarmálum standast ekki nánari skoðun. Hið sama á við um fullyrðingar um að hægt sé að treysta á ríki Evrópusambandsins í þeim efnum. Fullyrðingarnar um Bandaríkin byggjast einmitt á gagnrýni bandarískra ráðamanna í garð Evrópuríkja fyrir að hafa ekki staðið við skuldindingar þeirra í varnarmálum. Með öðrum orðum að ekki sé hægt að reiða sig á þau.